Sigmar Guðmunds í nýju hlutverki á RÚV: Stýrir nýjum morgunþætti á Rás 2

Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Kastljóss, hefur verið ráðinn til að stýra nýjum morgunþætti á Rás 2 ásamt Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nútíminn sagði frá því í júlí að Sigmar myndi ekki halda áfram sem ritstjóri Kastljóss eftir að hann fór í meðferð. Sigmar var í Kastljósinu í 13 ár og sagði á Vísi fínt að fá hvíld frá því.

Ég ætla ekki að vera ritstjóri næsta vetur. Það hentar mér ekki. Eins og menn vita fór ég í meðferð og er að taka á mínum málm. Stressið og álagið og þessir löngu vinnudagar henta mér engan veginn meðan ég sinni batanum og fjölskyldunni.

Þóra Arnórsdóttir hefur tekið við starfi Sigmars í Kastljósi. Baldvin Þór Bergsson verður nýr liðsmaður þáttarins í haust.

Guðrún Sóley hefur verið einn af umsjónarmönnum Morgunútgáfunar á samtengdum rásum. Nýi þátturinn verður á dagskrá milli 7 og 9 og fram kemur í tilkynningu frá RÚV að í þættinum verði fjallað um þau fréttamál sem hæst bera hverju sinni.

Þá kemur fram að ákveðið hafi verið að hætta samtengingu Rásar 1 og Rásar 2 á morgnana.

Auglýsing

læk

Instagram