Sigmundur Davíð heldur áfram sem oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hyggst áfram sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sjá einnig: Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Sigmund Davíð: „Sannkallaður töframaður í Íslenskri pólitík“

Sigmundur tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri á flokksþingi Framsóknarflokksinsu um helgina og hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um næstu skref.

Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins. Í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, að svindlað hafi verið í formanns­kosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu.

Þá segir hann fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild.

Auglýsing

læk

Instagram