Sigmundur Davíð hljóp upp kirkjutröppurnar á Akureyri í lakkskóm: „Stjórnmálamenn þurfa víst að hafa úthald“

Heilsuátak Sigmundar Davíðs heldur áfram en um helgina ákvað hann að hlaupa upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Það vakti athygli að Sigmundur var í lakkskóm en hann lét það þó ekki stoppa sig. Sjáðu myndband af Sigmundi spretta upp tröppurnar hér að neðan.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð losaði sig við 20 kíló á 15 vikum: „Við gerðum plan og fylgdum því eftir“

Sigmundur tók hlaupið ásamt Hlyni Jóhannssyni, oddvita Miðflokksins á Akureyri. „Hlynur útskýrði fyrir mér að það væri ekki nóg að léttur og sterkur. Ekki nóg að lyfta bara, heldur þyrfti maður þol líka. Stjórnmálamenn þurfa víst að hafa úthald,“ sagði Sigmundur í viðtali á Facebook eftir hlaupið.

Það er verst að ég klikkaði á að hafa réttu skóna með en það er ekki í fyrsta skipti

Sigmundur Davíð greindi frá því í færslu á Facebook í síðustu viku að hann hefði losaði sig við 20 kíló á 15 vikum. Hann þakkaði Baldri Borgþórssyni einkaþjálfara árangurinn. „Baldur hélt því fram að hann gæti losað mig við 15 kíló á 20 vikum. Við gerðum plan og fylgdum því eftir. Afraksturinn: 20 kíló á 15 vikum,“ segir Sigmundur.

Sigmundur flýgur upp!

Þessir eru öflugir. Mættir snemma morguns í kirkjutröppuhlaup

Posted by Miðflokkurinn – Akureyri og nágrenni on Þriðjudagur, 22. maí 2018

„Við erum rétt að byrja“

Menn þreyttir en ánægðir. Svona á að gera þetta. Þó Sigmundur hafi gleymt hlaupaskónum heima þá skipti það engu máli, ballskórnir látnir duga.

Posted by Hannes Karlsson on Mánudagur, 21. maí 2018

Auglýsing

læk

Instagram