Simmi segist vera betri í keilu en Jói en jói segist vera betri í keilu en Simmi

Sigmar Vilhjálmsson segist vera betri í keilu en Jóhannes Ásbjörnsson. Það rímar ekki við það sem Jóhannes segir, því hann segist vera betri í keilu en Simmi.

Það er aðeins ein leið til að útkljá þetta, strákar.

Simmi og Jói ásamt Jóa í Múlakaffi eru nýir eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll. Simmi segir þá vera að taka við virkilega fallegri keiluhöll.

Okkar markmið er að auka veg og vanda Keiluíþróttarinnar ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga, hópa og fjölskyldur í leit að afþreyingu og góðum mat. Sem stendur er veitingastaður rekinn við hlið Keiluhallarinnar, sem og frábær sportbar. Við höldum þeim rekstri áfram fyrst um sinn, en kynnum svo til sögunnar nýjan veitingastað með haustinu.

 

Í tilkynningu kemur fram að Egilshöllin í Grafarvogi sé stærsta afþreyingar- og íþróttamiðstöð á Íslandi eða um 31.000 fermetrar.

„Daglega sækja yfir 3.000 manns í þá þjónustu sem er til staðar í Egilshöll en gestafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 2010,“ segir  Katrín B. Sverrisdóttir, framkvæmdarstjóri Egilshallarinnar.

„Það er mikill fengur að fá fjölskylduna í Múlakaffi að þessum rekstri enda reynslumikið fólk þar á ferðinni. Sömuleiðis er alltaf líf og fjör í kringum Simma og Jóa og við teljum að það verði engin breyting á því í þessu verkefni, enda er Keiluhöllin í Egilshöll gríðarlega vinsæl fyrir fjölskyldufólk og vinahópa sem koma alls staðar frá.“

Auglýsing

læk

Instagram