Sjáðu atriðið sem Roy Moore er að kæra Sacha Baron Cohen fyrir: Dró upp tæki sem „greinir“ níðinga

Roy Moore, fyrrverandi forseti hæstaréttar í Alabama í Bandaríkjunum, hefur kært grínistann Sacha Baron Cohen fyrir að plata sig í viðtal í þættinum Who Is America. Horfðu á umrætt atriði hér fyrir neðan.

Moore krefst 95 milljóna dala frá Cohen en það eru um 10 milljarðar íslenskra króna. Hann sakar Cohen um að fá sig í viðtal undir fölskum formerkjum. Í umræddu viðtali þykist Cohen vera ísraelskur hermaður og sýnir Moore búnað sem á að greina kynferðisafbrotamenn.

Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Cohen um kynferðisofbeldi. Ein kona sagðist hafa verið 14 ára þegar Moore, þá 32 ára, braut á sér. Tækið sem Cohen dró upp gefur frá sér hljóð og virðist greina Moore sem barnaníðing — eitthvað sem Moore kunni ekki að meta og gekk út úr viðtalinu.

Auglýsing

læk

Instagram