Sjáðu mynd af sprungunni á framrúðu Icelandair vélarinnar sem lenti í Kanada

Eins og við greindum frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar.  Tom Podolec, blaðamaður frá Kanada, er mikill áhugamaður um flug og hann birti mynd af sprungunni á vélinni á Twitter síðu sinni í gær en eins og sjá má hér að neðan eru skemmdirnar töluverðar.

Kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var þá um borð í vélinni og lýsti atburðarásinni í beinni á Twitter síðu sinni. Hann segir að hlutirnir hafi gerst hratt og þrátt fyrir að atburðarásin hafi verið ógnvekjandi hafi flugmennirnir verið frábærir.

Um 160 farþegar voru um borð í vélinni en þeir dvöldu á hóteli þar til ný vél frá Icelandair sótti þá og kom þeim til Íslands. Farþegarnir lentu á Íslandi í morgun. Icelandair sendi í leiðinni flugvirkja og varahluti til þess að gera við framrúðuna.

Auglýsing

læk

Instagram