Sjáðu myndband af rosalegri æfingu Hatara: „Önnur epísk frammistaða“

Hljómsveitin Hatari tók seinni æfingu sína á stóra sviðinu í Expo höllinni í Tel Aviv í gær. Eurovision-spekingar voru ánægðir með æfinguna og er talið nokkuð víst að Hatari komust áfram úr undankeppninni næsta þriðjudagskvöld.

„Hatari buðu upp á aðra epíska frammistöðu á annarri æfingu. Í þetta sinn voru skjáir flottari og meiri eldur og reykur! Hatarar voru jafn orku- og kraftmiklir á sviðinu og þeir voru á fyrstu æfingu og maður getur ekki neitað því að þeir koma með annan blæ á Eurovision-sviðið,“ segir í grein eftir spekinginn Jessica Cole á vef Euro Voxx.

Athygli vakti að Einar trommugimp var búinn að losa sig við svipurnar sem sáust á fyrstu æfingunni og var kominn með sleggjuna aftur í hendurnar.

Hér má sjá stutt myndband frá æfingunni sem birtist á Youtube-rás Eurovision

Auglýsing

læk

Instagram