Sjö eftirhermur á 48 sekúndum

„Ég bað Eyþór Inga um að lesa inn á auglýsingu fyrir mig. Þetta er hinsvegar það sem ég fékk,“ segir tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson á Twitter-síðu sinni.

Söngvarinn Eyþór Ingi las inn auglýsingu fyrir tónleika sem verða haldnir til heiðurs Fleetwood Mac í Hörpu 31. október. Á aðeins 48 sekúndum kom Eyþór Ingi sjö eftirhermum að, þannig að Jakob Frímann, Björn Jörundur, Egill Ólafsson, Gylfi Ægisson, Raggi Bjarna, Bó og Bubbi Morthens „tóku þátt“ í gerð auglýsingarinnar með hjálp Eyþórs.

Við tökum fram að enginn greiddi fyrir þessa birtingu, við vildum bara leyfa ykkur að heyra:

Auglýsing

læk

Instagram