Skemmtistaðir víkja fyrir túristastarfsemi: „Heimsins versta hugmynd er fundin“

Eigendur fasteigna á horni Tryggvagötu og Naustsins ræða um að láta skemmtistaði sem þar eru til húsa víkja fyrir reksti tengdum ferðaþjónustu. Um er að ræða svæði með skemmtistöðunum Húrra, Gamla Gauknum, Palóma, Dubliners og Glaumbar. Þetta kemur fram á Stundinni.

Fréttin hefur vakið mikla athygli og fólk hefur látið í sér heyra á samfélagsmiðlum. Nútíminn tók saman umræðu um málið á Twitter en þar eru skiptar skoðanir um hugmyndirnar.

Eignarhaldsfélagið Fjélagið, sem er í eigu Steindórs Sigurgeirssonar og Jason Wittle, á nær allan reitinn. Steindór segir í frétt Stundarinanr að ekki standi til að rífa húsin en áform séu uppi um að gera endurbætur á þeim á næstunni.

Það verður blönduð starfsemi í húsunum en það eru engar áætlanir klárar í því. Við stefnum á breytingar og umbætur á þessum húsum. Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfsemi í okkar húsum, frekar en bari.

Félagið sækja um breytingar á deiliskipulagi fyrir reitinn á næstunni.

 

Hugmyndirnar fara ekki vel í alla

Aðrir velta þessu fyrir sér

En aðrir slá þessu upp í grín

Auglýsing

læk

Instagram