Skipverjanum almennt tekið vel á Grænlandi, hefur það gott eftir atvikum

Grænlenski skipverjinn sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að hafa sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tvær vikur, grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er glaður að vera kominn heim og til fjölskyldunnar.

Þetta segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsinsins, í samtali við Nútímann.

Maðurinn hefur það gott eftir atvikum og hefur almennt verið tekið vel á Grænlandi. Elvar segir skipta mjög miklu máli að vinnuveitandi mannsins, Polar Seafood, hafi stutt vel við bakið á honum.

Maðurinn var handtekinn um borð í Polar Nanoq, grænlenskum togara sem hann vinnur á, ásamt öðrum Grænlendingi sem sætir enn gæsluvarðhaldi.

Sá sem enn er í gæsluvarðhaldi er grunaður um manndráp en ekki skjólstæðingur Unnsteins sem var sleppt. Sá síðarnefndi hefur aftur á móti enn stöðu sakbornings og hefur Unnsteinn gagnrýnt það. Hann telur að maðurinn eigi aðeins að hafa stöðu vitnis í málinu.

Lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 á föstudaginn að Unnsteinn hlyti að skoða það alvarlega að fara í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. Þá sagðist hann einnig að Unnsteinn hlyti að fara yfir umfjöllun fjölmiðla og kanna hvort tilefni væri til að fara í meiðyrðamál fyrir hönd Grænlendingsins við þá fjölmiðla sem birtu nafn mannsins og mynd af honum.

Unnsteinn segist ekki hafa skoðað mögulega málsókn gegn ríkinu.

„Það er eiginlega ekki tímabært, við viljum að málið verði leyst. Svo myndi maður skoða þessa vinkla mjög alvarlega. Hann er enn með réttarstöðu sakbornings. Þegar það er svoleiðis er maður ekkert að spá í því rétt á meðan. Hann er bara að ná áttum með fjölskyldu sinni,“ segir Unnsteinn.

Hann segist ekki vera ánægður með að fjölmiðlar hafi birt nafn mannsins og mynd af honum en leggur áherslu á að hann og skjólstæðingur hans vilji að máli leysist. Eftir það verður hægt að skoða hugsanlegar málsóknir.

Auglýsing

læk

Instagram