Spilafíklar fengnir til að prófa nýja leiki í spilakössum SÁÁ, Rauða krossins og Landsbjargar

Spilafíklar voru á meðal þeirra sem Gallup fékk til að prófa nýja leiki í spilakössum Íslandsspils, sem er í eigu Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ. Ekki var auglýst eftir þátttakendum heldur voru spilasalir heimsóttir og fólki þar boðið að taka þátt. Skilyrði var að viðkomandi spilaði fyrir háar fjárhæðir. Þetta kemur fram í DV í dag.

Prófanirnar fóru fram í höfuðstöðvum Gallup í Glæsibæ. Blaðamönnum DV tókst að fá boð í prófanirnar með því að hafa samband við Gallup undir fölsku flaggi og kynna sig sem áhugamenn um spilakassa. Sögðust þeir spila fjórum til fimm sinnum í viku og eyða frá þremur upp í tólf tíma í spilasalnum.

Þátttakendur fengu 15 þúsund króna gjafabréf í Smáralind fyrir að prófa leikina. DV hefur eftir einum úr rýnihópnum að enginn spili í þessum kössum sér til skemmtunar. „Það dettur engum í hug að bjóða fjölskyldunni einn sunnudaginn í Gullnámuna eða í kassa hjá Íslandsspilum því það er svo gaman. Það er bara af og frá. Þetta er algjört helvíti,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram