Spurði eftir að beiðni um frímiða var hafnað

Eins og Nútíminn greindi frá í morgun hefur Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavegi, óskað eftir upplýsingum um hversu marga miða Kópavogsbær, og starfsmenn hans, fengu á tónleika stórstjörnunnar Justins Timberlake á sunnudag. Þó óskar hann eftir að vita hver fékk miðana og vill fá að vita hverjar tekjur bæjarins voru af tónleikum.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sigurjón lagði fyrirspurnina fram eftir að beiðni hans um frímiða var hafnað.

Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins.

segir Sigurjón í viðtali við Fréttablaðið. Í siðareglum bæjarins kemur eftir farandi fram:

Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.

Uppfært 17.09: Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, segir í samtali við Vísi að hann hafi litið þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á tónleikana. „Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir hann. Hann telur sig ekki hafa brotið siðareglur.

Sigurjón segir í Fréttablaðinu að svona hlutir verði að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar sem tónleikahöll. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram