Starfsmaður rændi flugvél og brotlenti, sjáðu myndbandið

Farþegaflugvél brotlenti á eyju nálægt Tacoma-flugvelli í Seattle í Bandaríkjunum í gærkvöldi eftir að starfsmaður flugvélags stal henni og tók á loft í leyfisleysi.

Öll flugumferð um flugvöllinn lokaði um stund og samkvæmt frétt BBC voru orrustuþotur flughersins kallaðar út um leið og vélin tók á loft.

Vélin hringsólaði í kringum flugvöllinn um stund áður en hún brotlenti. The Guardian hefur nú birt myndband af hrapinu sem má sjá hér að neðan.

Lögreglustjórinn í Pierce-sýslu, sem hefur lögsögu í málinu, hefur lýst því yfir að flugránið hafi verið sjálfsmorð en ekki hryðjuverk.

https://youtu.be/jV1RSewTk1g

Auglýsing

læk

Instagram