Steven Lennon segist ekki hafa verið að skjóta á íslenska karlalandsliðið með tísti sínu

Steven Lennon, framherji FM, hefur útskýrt tíst sem hann birti á Twitter í gær á meðan leikur Íslands og Frakklands stóð yfir. Lennon var harðlega gagnrýndur fyrir tístið sem þótti vera skot á íslenska landsliðið.

Sjá einnig: Hjörvar Hafliða lætur Steven Lennon heyra það: „Í einu orði sagt ömurlegt hjá honum“

Á meðal þeirra sem gagnrýndu Lennon voru þjálfarinn Ólafur Kristjánsson og sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason. Lennon segir í útskýringunni, sem hann birtir á Twitter, að hann beri mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta og árangri íslenska landsliðsins á EM í fótbolta í Frakklandi.

„Tístið mitt í gær var ekki miðað á Ísland eða leikmennina. Mér fannst einfaldlega gaman að sjá fótboltann sem ég kann að meta, með sóknum og mörkum sem hefur vantað á mótið,“ segir hann.

Ef Ísland hefði skorað mörkin sín snemma í leiknum hefði tístið verið eins.

Útskýringu Lennon má finna hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram