Stíf dagskrá hjá Guðna forseta á morgun, hefur boðað formennina á sinn fund

Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, mun ekki sitja auðum höndum á morgun. Á morgun mun hann funda með formönnum allra flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum og í kjölfarið felur hann einum þeirra umboð til myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Þetta kemur fram á RÚV

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrstur á fund forseta Íslands klukkan tíu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til fundar klukkan ellefu.

Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Aðalsteinn Eyjólfsson frá Pírötum koma til Bessastaða klukkan tólf.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins klukkan eitt.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar fer til fundar við forsetann klukkan eitt.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, klukkan þrjú.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, fer til Bessastaða klukkan fjögur.

Auglýsing

læk

Instagram