Stofna landssamband hinsegin framhaldsskólanema, vilja efla samstöðu og auka víðsýni í skólum

Til stendur að stofna landssamband hinsegin framhaldsskólanema. Markmiðið er að efla samstöðu meðal hinsegin nema og auka víðsýni í skólum. Þetta kemur fram á vefnum Gay Iceland.

Sjá einnig: Guðni fyrsti forsetinn í heiminum sem tekur opinberlega þátt í Gleðigöngunni

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, formaður hinsegin félagsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í viðtali við vef Gay Iceland að markmiðið með landsambandi hinsegin framhaldsskólanema sé að opna umræðuna um málefni hinsegin fólks í framhaldsskólum landsins.

„Næsta skref er að hafa samband við alla framhaldsskóla á landinu,“ segir Þórhildur.

Ég hef talað við tvo aðra framhaldsskóla sem eru með hinsegin félög, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík, og óskaði eftir samstarfi. Þessir skólar eru tilbúinir að hjálpa og leiðbeina öðrum framhaldsskólum við stofnun hinsegin félaga.“

Hún segir þau vilja dreifa hinsegin skilaboðum og fræða aðra um hvað það þýði að vera hinsegin.

Auglýsing

læk

Instagram