Stund sannleikans á heimsleikunum í Crossfit: Hvað gera Katrín, Sara og Anníe á lokadeginum?

Úrslitin í heimsleikunum í Crossfit ráðast í dag. Í einstaklingskeppni kvenna er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í þriðja sæti, Anníe Mist Þórisdóttir er í fjórða og ríkjandi meistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir er í því sjötta. Ljóst er að allt getur gerst í dag en rétt rúmlega 100 stig skilja að fyrsta og sjötta sæti.

Spennan er ekki eins mikil í einstaklingskeppni karla. Þar er Mathew Fraster með gott forskot a toppnum og ekkert bendir til þess að hann sé að fara að slaka á. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjöunda sæti og spennandi verður að sjá hvort hann komist á verðlaunapall eins og árið 2015, þegar hann lenti í þriðja sæti.

Keppnisgreinarnar á heimsleikunum í Crossfit kallast Wod eða workout of the day (æfing dagsins). Fyrsta Wodið hefst klukkan 14 í dag, það næsta klukkan 18.15 og síðasta Wodið hefst klukkan 21.20. Heimsleikarnir eru í beinni útsendingu á vef keppninnar.

Auglýsing

læk

Instagram