Þak fauk af herbergi í húsi í Vestmannaeyjum í óveðrinu, mikið tjón og allt í rúst

Þak fauk af einu herbergja húss í Vestmannaeyjum í óveðrinu í gær. Myndin hér fyrir ofan sýnir herbergið sem er í rúst eftir lætin. Þetta kemur fram á vef RÚV en þar má sjá myndband úr herberginu.

Sjá einnig: Snæbjörn stendur vaktina í storminum, björgunarsveitarfólk fékk sér pylsur

Fréttir í gær um að þakið hafi fokið af húsinu og lent í heilu lagi í garði í grenndinni er ekki réttar. Eftir á að koma í ljós hversu miklar skemmdirnar á húsinu eru en hluti þaksins virðist laus, samkvæmt frétt RÚV.

RÚV greinir frá því að fulltrúar tryggingafélaga og iðnaðarmenn hafi í morgun skoðað skemmdir á húsinu. Þakið sviptist af einu herbergja hússins skömmu eftir að íbúi gekk þaðan út. Honum og öðrum íbúa var komið í skjól hjá ættingjum í nótt.

Auglýsing

læk

Instagram