Þið skráið ykkur öll í Framsókn — þá fáið þið fríar pitsur og pasta

DV birtir í dag afar sérstakt myndband sem sýnir þegar Framsóknarkonurnar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og fleiri mæta í teiti hagfræði- og stjórnmálafræðinema síðasta föstudagskvöld.

Samkvæmt DV fór teitin fram á efri hæð í húsi Framsóknar á Hverfisgötu en á neðri hæðinni var samkvæmi á vegum flokksins. Guðfinna Jóhanna spjallar við nemana um ýmislegt og hvetur þau meðal annars til að skrá sig í Framsóknarflokkinn:

Þannig að þið skráið ykkur öll í Framsóknarflokkinn. Þá fáið þið fríar pitsur og pasta.

Allt er þetta þó í léttum dúr og krakkarnir hlæja með Framsóknarkonunum. Guðfinna Jóhanna kynnti einnig nemana fyrir Sveinbjörgu Birnu með þeim orðum að hún væri konan sem vildi ekki mosku í Reykjavík. Sveinbjörg tók því létt, setti slæðu yfir höfuð sér og sló á létta strengi.

 

Auglýsing

læk

Instagram