Þjóðin kaus og niðurstaðan er komin á hreint: Piparhúðað Nóa kropp lifir

Nói Síríus hyggst halda áfram að framleiða piparhúðað Nóa kropp. Þjóðin gekk til kosninga um örlög sælgætisins og samkvæmt talningu fyrirtækisins voru 99,6% atkvæða jákvæð gagnvart áframhaldandi framleiðslu. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Þjóðin kýs um framtíð piparhúðaða Nóa kroppsins

6.300 at­kvæði bár­ust í kosn­ingunni um ör­lög piparhúðaða Nóa kroppsins á Facebook-síðu fyrirtækisins. Silja Mist Sigurkarlsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus, segir í samtali við mbl.is að þátt­takan í kosninginnu hafi henni sér á óvart. „Við erum í skýj­un­um með þessa miklu þátt­töku og ánægð með okk­ar neyt­end­ur,“ segir hún.

Það er frá­bært að fólk sé að taka þátt og sýna að því er ekki sama.

Upphaflega átti aðeins að framleiða sælgætið í sumar en vinsældirnar eru miklar og því fékk þjóðin tækifæri til að hafa áhrif á hvort framleiðslan myndi halda áfram.

Auglýsing

læk

Instagram