Þorgrímur Þráins lofaði Auði eiginhandaráritun frá strákunum í landsliðinu og stóð við stóru orðin: „Hún varð klökk“

Rithöfundurinn Þorgímur Þráinsson hélt fyrirlestur í Hafnarskóla á Hornarfirði í ágúst á þessu ári. Hin tíu ára gamla Auður Freyja mætti á fyrirlesturinn og að honum loknum bað hún Þorgrím um eina ósk. Auður bað hann um að útvega sér eiginhandaráritun hjá öllum strákunum í landsliðinu en hann vinnur náið með liðinu. Hann lofaði að redda því og í síðustu viku stóð hann við stóru orðin og sendi Auði bréf með áritun allra leikmanna liðsins.

Pabbi Auðar, Gunnlaugur Róbertsson, sagði frá gjöfinni á Faceebook en hann segir í samtali við Nútímann að Auður hafi hreinlega ljómað af gleði þegar að gjöfin barst í pósti í vikunni. „Hún varð bara klökk. Hún æfir fótbolta af kappi þannig að þetta er extra jákvætt og góð hvatning fyrir hana,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur lofar Þorgrím í hástert í færslunni á Facebook og segir að mikil gleði ríki á heimilinu. „Ég fæ enn klump í hálsinn þegar ég skoða bréfið,“ segir Gunnlaugur.

Auglýsing

læk

Instagram