Þrenn ummæli úr grein Kára Stefáns sem sýna að hann er ennþá harðasti maður landsins

Kári Stefánsson skrifar grein á Stundina um tilraun til þess að koma á fót sérhæfðri brjóstaskurðþjónustu í Ármúlanum. Greinin er að sjálfsögðu stórkostleg en Nútíminn hefur aldrei farið leynt með dálæti sitt á Kára, eins og þessi grein sýndi.

Sjá einnig: Sjö ástæður fyrir því að Kári Stefánsson er harðasti maður landsins

Grein Kára er skrifuð í tilefni af umfjöllun Stundarinnar um einkafyrirtækið Klíníkin ehf. sem reyndi að ná til sín aðgerðum á krabbameinssjúkum konum af Landspítalanum og stofna „sérhæfða brjóstamiðstöð“.

Kári er ekki hrifinn af þeim hugmyndum og rekur ástæðurnar í grein sinni á Stundinni. Nútíminn tók saman þrjú stórkostleg ummælu úr grein hans sem sýna að hann er ennþá harðasti maður landsins.

 

1. Hann byrjar á rólegu nótunum en talar um „Ármúlasjoppuna“

„Arfgenga áhættan á brjóstakrabbameini sem Ásdís Halla vill að tekist verði á við í Ármúlasjoppunni er eitt af bestu dæmunum um arfgenga áhættu á slæmum sjúkdómi þar sem við erum með aðferðir til þess að takast á við áhættuna.“

2. Predikaðu, Kári!

giphy-2

„Flóknar og inngripsmiklar aðgerðir á fólki á að framkvæma á sjúkráhúsi þar sem skurðlæknirinn er umkringdur alls konar aðstoð eins og teymi lækna sem rýkur á vetvang ef sjúklingur fer í hjartastopp, smitsjúkdómalækni sem kemur ef sýklar gera strandhögg og svo fram vegis.“

3. En þetta er uppáhaldshlutinn okkar

1351

„Það hefur að vísu ekki farið framhjá nokkrum manni að hún sem telst til frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins hefur í atvinnustarfsemi sinni alltaf gert út á ríkið. Gárungarnir hafa gjarnan brosað að þessu en ég hef ekki efni á því búandi í gríðarstórri lúxus villu og keyrandi um á alltof dýrum bíl og kalla mig sósíalista.“

Smelltu hér til að lesa grein Kára.

Auglýsing

læk

Instagram