Þýskir aðdáendur færa Skálmöld gjafir

Hljómsveitin Skálmöld er á tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Með vættum. Bassaleikarinn Snæbjörn Ragnarsson heldur úti daglegu bloggi um ferðlagið á vef Kjarnans og gefur þar lesendum innsýn í líf rokkarans.

Í nýjustu færslunni segir Snæbjörn frá velheppnuðum tónleikum í Bochum í Þýskalandi. Eftir tónleikana komu aðdáendur færandi hendi:

Annars vegar kona sem hefur fylgt okkur lengi og er búsett hér í borg að ég held. Hún kom með allskonar dótarí fyrir okkur að árita, átti allskonar input í þetta og hitt og var almennt skemmtileg. Hún kom líka með gjafir. En bara handa Þrása. Hann fékk fullan poka af héðanlensku sem og íslensku nammi, hvernig sem hún hefur nú náð í það.

Snæbjörn segir að sitthvað fleiri hafi leynst í fórum konunnar, en allt handa Þrása — sem er gítarleikarinn Þráinn Árni Baldvinsson.

Meira skemmtilegt: Skálmöld aftur í hljóðver til að laga eina málvillu

„Ætli einhver sérstök ástæða sé fyrir því? Hmm… Hin gjöfin kom frá belgískum strák sem hefur elt okkur allþónokkuð á túrnum. Hann gaf okkur risakörfu af belgískum bjór. Allt of stóra, en vel þegna vissulega.

Baldur tók að sér að þakka honum og hellti hann fullan á barnum. Hann var farinn að ganga á veggi blessaður. Belginn, ekki Baldur. Vonandi verður hann ekki úti í nótt, hér er nefnilega skítakuldi. Spennandi. En bjórinn, við komum til með að njóta.“

Smelltu hér til að skoða skrif Bibba.

Auglýsing

læk

Instagram