Tinna fékk bréf frá Hafþóri Júlíusi

Hafþór Júlíus Björnsson, vaxtarræktarjöfur, birtist á Instagram-mynd með kólumbísku leikkonunni Sofia Vergara nú á dögunum. Þetta vakti athygli íslenskra kvenna og aðdáenda Sofiu sem hópuðu sig saman og settu ummæli undir myndina þess efnis að Hafþór Júlíus væri meintur ofbeldismaður.

Óljóst hversu margar konur tóku sig saman og settu athugasemdir þess efnis undir myndina þar sem flestum athugasemdunum hefur verið eytt, vegna bréfa sem lögfræðingur Hafþórs, Ólafur Valur Guðjónsson hefur sent á konurnar fyrir hönd skjólstæðings síns.

Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu fyrst en umræður um bréfsendingarnar höfðu skapast í lokuðum Facebook-hóp gegn nauðgunarmenningu á Íslandi.

Í bréfinu sem konurnar fengu sent eru þær beðnar að eyða athugasemdum sínum og „láta af framangreindri háttsemi“ í framtíðinni. Í bréfinu kemur einnig fram að um ærumeiðandi aðdróttanir sé að ræða í tengslum við viðtal sem birtist í Fréttablaðinu í júní 2017. Þar var rætt við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Hafþórs Júlíusar þar sem hún sakaði hann um ofbeldi.

Lögfræðingurinn tekur fram í bréfinu að hingað til hafi Hafþór Júlíus ekki tjáð sig um ásakanirnar en að „[Hafþór Júlíus] mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum“ þar sem séu „engin göng til sem styðja þær fullyrðingar og ásakanir sem þar [í umfjöllun Fréttablaðsins] koma fram“.

Í bréfinu eru konurnar varaðar við því að bregðist þær ekki við innan sjö daga gæti slíkt háttsemi varðað refsingu og jafnvel bótaskyldu. Konan, sem kemur fram undir nafnleysi, sem hafði samband við Fréttablaðið segir að hún sé sjálf búin að eyða ummælunum og segist vera að leita sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Hún tekur einnig fram að nokkrar kvennanna sem fengu bréfsendinguna hafi hópað sig saman og séu að leita réttar síns í málinu. Konan tekur það fram í samtali sínu við blaðamann Fréttablaðsins að þó hún hafi eytt upprunalegum ummælum sínum sé þessi bréfsending ekki til að auka álit hennar á Hafþóri Júlíusi.

View this post on Instagram

Repost from the Slut Walk 2018. My sign says "I believe you". Yesterday I (among others) received a letter from a lawyer telling me to delete a comment on instagram. The comment was about an alleged abuser. A man who is allegedly violent and whose ex girlfriends have given interviews about the alleged domestic and alleged sexual violence. We were told that if we did not remove the comments we would possibly be sued. The man who is allegedly an abuser is Hafþór Júlíus "The Mountain". He is a famous strong man and actor. I did remove the comment and I will make sure to be more careful with my wording when talking about alleged abusers. I will however not be silenced. And I will never ever stop believing victims on violence. I stand with you. I believe you.

A post shared by Tinna Haraldsdóttir (@tinnaharalds) on

Tinna Haraldsdóttir er ein kvennanna sem fékk slíka bréfsendingu frá lögfræðingi Hafþórs Júlíusar. Hún hefur eytt upprunalegum ummælum sínum en lét önnur óræðari ummæli standa við færsluna.

„Ég skal samþykkja það að þessi fyrstu ummæli mín voru mjög beinskeytt og það eru lög í landinu gegn því, ég tek því. Á sama tíma ætla ég alls ekki að láta hræða mig í einhverja þöggun gagnvart meintum ofbeldismanni. Ég ætla ekki að eyða þessum kommentum og þegja. Ég stend alltaf með brotaþolum, meintum eða ekki.“ segir Tinna í samtali við Nútímann.

Tinna, sem er meistaranemi í kynjafræði, hefur verið áberandi í femínískri baráttu sinni undanfarin ár og talar mikið um jafnrétti kynjanna, þolendaskömm og drusluskömmun á samfélagsmiðlum sínum. Hún hefur eins og áður segir eytt athugasemd sinni en leitar nú réttar síns með aðstoð lögfræðings.

„Hver sem hans réttur er til að mótmæla svona athugasemdum þá eru þessir tilburðir hans, þessi bréfsending, ekkert annað en hræðsluáróður og þöggunartaktík sem ég einfaldlega mun ekki sitja undir. Mér er frjálst að ræða það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum og ég mun ekki þegja.“ segir Tinna.

Tinna hefur nú birt yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þess efnis. Þar endurbirtir hún mynd af sér úr Druslugöngunni 2018 með yfirskriftinni „Ég trúi þér“.

„Í gær fékk ég (ásamt öðrum) bréf frá lögfræðingi sem sagði mér að eyða athugasemd hér á instagram. Í athugasemdinni var vísað til meints ofbeldismanns. Manns sem hefur verið sakaður um ofbeldisfulla hegðunn og manns sem hefur verið ásakaður um ofbeldi af fyrrverandi kærustum sínum, bæði meint heimilis og kynferðisofbeldi. Okkur var sagt að ef við eyddum ekki þessum athugasemdum gætum við átt yfir höfði lögsókn. Þessi meinti ofbeldismaður er Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“. Hann er frægur kraftakall og leikari. Ég fjarlægði þessa athugasemd og ég mun í framtíðinni vanda mig betur þegar rætt er um meinta ofbeldismenn. Hinsvegar mun ég ekki sitja þegjandi hljóði. Ég mun aldrei hætt að trúa þolendum ofbeldis. Ég stend með ykkur. Ég trúi ykkur.“ segir Tinna í Instagram færslu sinni. Hægt er að fylgja Tinnu á Instagram og Twitter undir notendanafninu @tinnaharalds.

„Það skiptir ekki máli hver þú ert, hversu mikið af peningum þú átt eða hversu frægur þú ert, ef þú hefur verið sakaður um ofbeldi eða sýnt ofbeldisfulla hegðun í garð fólks, mun ég ekki taka þinn málstað“ bætir Tinna við. Hún segist ekki vera hrædd við Hafþór Júlíus, peninga hans og völd og þótt hún beri virðingu fyrir nafnleysi hinna kvennanna hafi hún ákveðið að taka slaginn undir nafni.

„Líklegast áttu þessar bréfsendingar að hræða okkur og þagga niður í okkur. Það virkaði ekki, sérstaklega eftir umræður síðustu ára í ljósi #metoo og Druslugöngunnar, þá vitum við betur en svo að þegja þegar við getum talað. Ég stend með þolendum, Hafþór Júlíus hefur ekki beitt mig ofbeldi persónulega en ég trúi og ég stend með þeim konum sem hafa ásakað hann opinberlega fyrir meint ofbeldi“ segir Tinna og bætir því við að nú passi hún sig að tala alltaf um „meint“ ofbeldi svo á henni finnist ekki höggstaður.

Óljóst er hvert framhaldið verður, nú þegar flestum upprunalegum athugasemdunum hefur verið eytt, en enn má finna nafnlausar athugasemdir við mynd Vergara.

Auglýsing

læk

Instagram