Tístarinn í Útsvari: „Ég var ekki að þessu sjálfur“

Vífill Atlason, nemi og liðsmaður Akraness í Útsvari, var ekki sjálfur á Twitter-aðgangi sínum á föstudaginn. Nútíminn greindi frá því morgun að svo virtist sem hann hafi verið mjög virkur á samfélagsmiðlinum á meðan á keppni stóð. Félagi hans var á bakvið tístin.

„Ég var ekki að þessu sjálfur. Ég held að það sé ekki hægt,“ segir Vífill í samtali við Nútímann. Hann efast um að það sé hægt að ná 3G neti í myndveri Ríkisútvarpsins og segir grínið hafi verið skipulagt áður en þátturinn hófst.

Hann stakk upp á þessu áður en ég fór. Hann var nokkuð virkur og tók magn fram yfir gæði.

Frétt Nútímans frá því í morgun hefur vakið talsverða athygli og einhverjir veltu fyrir sér af hverju hann valdi ekki Google, fram yfir Twitter. En hefði hann gert það ef honum hefði tekist að smygla síma inn?

„Nei, það hefði verið óheiðarlegt,“ segir hann.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem grín á vegum Vífils vekur athygli. Þegar hann var 16 ára pantaði hann símaviðtal við George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og sagðist vera Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Auglýsing

læk

Instagram