Tölvuþrjótar brutust inn í Facebook og 50 milljón notendur eru í hættu

Tölvuþrjótar nýttu sér öryggisgalla á Facebook til að komast yfir aðgang um 50 milljón notenda samfélagsmiðilsins. Óvíst er hvort eða hvaða áhrif þetta hefur haft á notendurna en Facebook hefur þegar brugðist við. Þetta kemur fram í færslu á fréttaveitu Facebook.

Í færslunni frá Facebook kemur fram að tölvuþrjótarnir stolið sérstökum aðgangslyklum (e. access tokens) í gegnum möguleika sem kallast „view as“ og náð þannig stjórn á aðgangi notenda. Facebook hefur lokað fyrir „view as“ möguleikann tímabundið en hann gerir fólki kleift að sjá hvernig aðrir notendur sjá síðuna sína.

„Rannsókn á málinu er nýhafin og við eigum því eftir að sjá hvort aðgangur þessa fólks var misnotaður eða upplýsingum stolið,“ segir í færslu Facebook.

Auglýsing

læk

Instagram