Topp 10: Fólk sem ætti að búa með forsetanum

Embætti forseta Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf umsjónarmanns á Bessastöðum.  Starfið felur meðal annars í sér að hafa umsjón með fasteignum og sinna akstri fyrir embætti forseta en gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn búi á Bessastöðum. Í auglýsingunni segir meðal annars:

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og menntun sem nýtist í starfinu, færni í mannlegum samskiptum og gott vald á enskri tungu. Forsetaritari er yfirmaður starfsmannsins og er fyrirhugað starfshlutfall 100%. Ýmis reynsla getur nýst í starfinu og má í því sambandi nefna löggæslu, húsvörslu, öryggisvörslu og akstur í atvinnuskyni.

Fjölmargir eiga eflaust eftir að sækja um en Nútíminn tók saman lista sem ætti að hjálpa embættinu að þrengja listann.

10. Margrét Erla Maack Margrét fór fyrir stórkostlegri sirkussýningu sem ferðaðist um landið í sumar. Ólafur hefði gott af smá sirkuskryddi í tilveruna og sparnaðurinn við að selja eignir á Bessastöðum og færa embættið í sirkustjald á Klambratúni er ótvíræður.

9. Ari Eldjárn forseti-ari Ari er ekki bara frábær grínisti sem myndi kynna Ólaf fyrir töfrum skemmtanabransans. Hann er einnig með ríka þjónustulund sem fyrrverandi flugliði.

8. Anní Mist Þórisdóttir forseti-anni Góður aðstoðarmaður ætti að leggja sitt að mörkum við að halda forsetanum í góðu formi. Enginn er betur til þess fallinn en Anní Mist, sem hefur tvisvar sinnum unnið titilinn „Hraustasta kona heims“.

7. Hannes Hólmsteinn Gissurarson forseti-hannes Þarna fengi Ólafur hjálp frá manni með mikla þekkingu á stjórnmálum. Eina hættan yrði sú að Hannes myndi vekja meiri athygli en forsetinn og verða fljótt aðalmaðurinn á Bessastöðum.

6. Hafþór Júlíus Björnsson forseti-hafthor Ef forsetinn telur að nú sé rétti tíminn til að byggja upp, þá er Hafþór Júlíus, sterkasti maður Evrópu, rétti maðurinn í starfið. Svo yrði öryggisgæslan í góðum höndum.

5. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir forseti-olafur Áslaug er sú eina á listanum sem hefur reynslu úr lögreglunni. Hún myndi líka gefa Ólafi dýrmæta ráðgjöf þegar kemur að vali á hvítvíni með humrinum þegar erlendir erindrekar mæta í boð á Bessastöðum.

4. Friðrika Hjördís Geirsdóttir forseti-rikka Þarna mætti slá tvær flugur í einu höggi. Rikka gæti eldað matinn á Bessastöðum og forsetinn yrði á bakvið myndavélina. Þannig myndu sparast miklir fjármunir fyrir embættið og 365 miðla.

3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forseti-sdg Ólafur og Sigmundur ná mjög vel saman sem hlýtur að vera mikill kostur. Svo fær maður stundum á tilfinninguna að Sigmundur vilji frekar vera forseti en forsætisráðherra. Kannski færi það bara þannig.

2. Þóra Arnórsdóttir forseti-thora Við verðum að horfast í augu við það að rosalega margir vildu að Þóra tæki við lyklunum að Bessastöðum þegar hún bauð sig fram. Hún gæti fengið starfið, nýtt það sem einskonar starfskynningu og stokkið inn ef Ólafur ákveður að segja þetta gott.

1. Jón Gnarr forseti-jon Er þetta ekki hvort sem er að fara að gerast? Getur hann ekki alveg eins flutt inn í dag?

Auglýsing

læk

Instagram