Ung kona notaði Tinder til að féfletta fjölda karla: „Sendu mér fimm dali, sjáðu hvað gerist“

Hin tvítuga Maggie Archer notar stefnumótaappið Tinder til að féfletta karla. Hún sagði frá því á Twitter í von um að dreifa aðferðinni sem er afar einföld: Hún bað mennina einfaldlega um að senda sér fimm dali til að „sjá hvað gerist.“

Buzzfeed News segir frá aðferðum Maggie sem setti eftirfarandi skilaboð inn á prófílinn sinn á Tinder: „Sendu mér fimm dali, sjáðu hvað gerist ????“. Sumir karlar sendu henni skilaboð og spurðu hvað myndi gerast og eina sem hún svaraði var: „Sendu til að komast að því.“

Því næst sendi hún frá sér upplýsingar um aðganginn sinn á PayPal og fjölmargir karlar bitu á agnið. Þegar hún hefur fengið dalina fimm senda þá „unmatchar“ hún viðkomandi karl sem kemst þá ekki í frekara samband við hana á Tinder.

„Þetta er skothelt plan. Ég er ekki að lofa neinu — segi bara: „sjáðu hvað gerist“,“ sagði Maggie í samtal við Buzzfeed News. Hún bætti við að það hafi komið sér á óvart hversu margir karlar bitu á agnið og sendi því til sönnunar skjáskot sem sýnir hreyfingalista aðgangs hennar á PayPal.

Hún segir að vinkona sín hafi stungið upp á aðferðinni sem byrjaði að virka nánast um leið og hún setti skilaboðin inn á Tinder-aðganginn sinn. Hún segist hafa fengið peninga senda frá fleiri en 20 körlum á einni viku og að einn af hverjum fimm körlum sem hún „matchar“ við bíti á agnið.

Hún hefur mest fengið tíu dali senda frá einu karli en segir að sumir bjóðist til að borga meira í skiptum fyrir eitthvað ósæmilegt. Maggie ljóstraði upp um athæfi sitt á Twitter í vin um að dreifa hugmyndinni til fleiri kvenna og búið er að endurtísta því tæplega átta þúsund sinnum.

Auglýsing

læk

Instagram