Unglingsstúlkurnar sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur eru báðar komnar til meðvitundar

Eins og við greindum frá fyrr í dag fundust tvær 15 ára stúlkur meðvitundarlausar á tröppum í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan átta í gær. Vísir greinir frá því að  þær séu nú báðar komnar til meðvitundar. Önnur hefur þegar verið flutt á barnadeild Landspítalans og hin verður flutt þangað innan tíðar. 

Mbl.is sagði fyrst frá málinu en grunur leikur á því að þær hafi innbyrt fíkniefnið MDMA. 

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu lítur málið mjög alvarlegum augum og segir í samtali við Vísi að stelpurnar hafi verið í mikilli hættu. „Þeim var bjargað þarna bara á síðustu stundu,“ segir Guðmundur. 

Auglýsing

læk

Instagram