Uppstokkun á DV: Kolbrún Bergþórs og Eggert Skúla ritstjórar

Uppfært kl. 17.46: Kjarninn segir frá því að Eggert Skúlason verði ritstjóri DV við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins.

Hallgrímur Thorsteinsson starfar áfram á vegum Pressunnar og mun leiða stefnumótum á sviði talmálsútvarps. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hallgrími Thorsteinssyni var í dag sagt upp störfum sem ritstjóra DV. Þremur blaðamönnum hefur einnig verið sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV verður Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður af Morgunblaðinu, annar af ritstjórum blaðsins og tekur við því starfi á mánudag. Þetta kemur fram á RÚV.

Nútíminn greindi frá starfslokum Kolbrúnar í gær. Ekki liggur fyrir hver hinn ritstjórinn verður.

María Lilja Þrastardóttir var á meðal þeirra blaðamanna sem var sagt upp í dag. Kjarninn greinir frá því að Sveinbjörn Þórðarson sé einnig á meðal þeirra.

https://twitter.com/marialiljath/status/549961040793206784

Samkvæmt Kjarnanum eru uppsagnirnar hluti af skipulagsbreytingum sem ráðist var í vegna samruna DV og Pressunnar.

Samruninn kemur í kjölfar kaupa Vefpressunnar ehf, sem er í meirihlutaeigu Björns Inga Hrafnssonar, á um 70 prósent hluta í DV ehf. Hann er líka stjórnarformaður og útgefandi hins sameinaða félags.

Á Kjarnanum kemur fram að lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson og Jón Óttar Ragnarsson, sem stofnaði Stöð 2 á sínum tíma, séu á meðal nýrra fjárfesta í Pressunni.

Auglýsing

læk

Instagram