Var ekki búinn að eiga vespuna í einn sólarhring þegar henni var stolið

Fjórtán ára drengur í Kópavogi var ekki búinn að eiga bensínvespu, sem hann hafði safnað sér fyrir í langan tíma, í einn sólarhring þegar henni var stolið frá heimili hans í Kórahverfinu í vikunni.

Hann fékk vespuna afhenda á miðvikudaginn kl. 10 en þegar hann vaknaði morguninn eftir og ætlaði að fara á henni í unglingavinnuna var vespan horfin. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá vespuna sem er af gerðinni Znen.

Stjúpmóðir drengsins fjallar um málið á Facebook og hvetur þau sem urðu vör við mannaferðir frá miðnætti aðfaranótt fimmtudags til átta um morguninn, eða þau sem gætu vitað hvar vespan er að hafa samband í gegnum Facebook, í síma 618-7160 eða við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má sjá færslu Önnu Sigríðar Ásgeirsdóttur um málið

Auglýsing

læk

Instagram