Veðmálasíðan Bet 365 skýtur fast á Aron Jóhannsson sem ákvað að leika fyrir Bandaríkin til að komast á HM

Bet 365, eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims ákvað að skjóta aðeins á framherjann Aron Jóhannsson sem leikur með Bandaríska landsliðinu í fótbolta eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Aron sem er með tvöfalt ríkisfang ákvað árið 2013 að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland. Aðal ástæðan var sú að hann vildi eiga meiri möguleika á því að spila á stórmóti í fótbolta, sem hann svo síðar gerði.

Það verður að teljast líklegt að þegar Aron tók þessa ákvörðun árið 2013 bjóst hann ekki við því að Ísland myndi spila á heimsmeistaramótinu 2018 en ekki Bandaríkin.

Auglýsing

læk

Instagram