Myndband af eltingaleiknum í Vesturbænum

Sex lögreglubílar veittu hvítum sendiferðabíl eftiför á Seltjarnarnesi í kvöld. Samkvæmt Mbl.is hafði vegfarandi séð sendi­ferðabíll­inn ak­andi á ofsa­hraða á göngu­stíg á leið út að Gróttu á Seltjarn­ar­nesi um hálf­tíma áður. „Svo virðist sem bíll­inn hafi endað för sína hálf­ur ofan í holu á svæðinu. Að sögn vitn­is á svæðinu var einn maður hand­tek­inn af lög­reglu á staðnum. Talið er að á leið sinni inn á svæðið hafi ökumaður­inn ekið niður hlið sem lokaði svæðið af,“ segir í frétt Mbl.is.

Vegfarandi tók upp eltingaleikinn:

Vegfarandinn Sindri Þór Stefánsson tók upp eltingaleikinn og birti eftirfarandi skilaboð með myndbandinu á Youtube:

Fyrst tók hann fram úr mér á gífurlegum hraða með sprungið dekk Ég salla rólegur að hlusta á Bieber en síðan þegar hann fór á vitlausan vegarhelming og þá gat ég ekki horft uppá þetta lengur. Og varð að taka þetta upp..

Uppfært 6. ágúst kl. 18.25

Samkvæmt frétt Mbl.is hefur maðurinn verið vistaður á stofnun.

Auglýsing

læk

Instagram