„Við vorum ekki blindfullar“

„Við vorum ekki blindfullar,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. „Ætli ég hafi ekki verið búin að drekka tvö hvítvínsglös eða eitthvað svoleiðis.“

Myndbönd sem sýndu Framsóknarkonurnar Guðfinnu Jóhönnu, Vigdísi Hauksdóttur og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur mæta óboðnar í teiti hagfræði- og stjórnmálafræðinema síðasta föstudagskvöld fór eins og eldur í sinu um netheima í gær. 

Það var mikið stuð eins og sjá má hér:

Útvarpsþátturinn Harmageddon á X977 hringdi í Guðfinnu í morgun og spurðu út í uppákomuna. „Það var haustfagnaður í Framsóknarhúsinu og þessir krakkar voru þarna á sama tíma,“ sagði hún. „Ég hef svona kaldhæðin og andstyggilegan húmor. Við erum bara að gera grín að sjálfum okkur og umræðunni sem var í vor.“

Guðfinna velti fyrir sér á hvaða stað þjóðfélagið er þegar slík myndbönd eru tekin upp og rata á netið. Hún segist ekki hafa verið sérstaklega drukkna og tekur fram að Sveinbjörg Birna hafi verið bláedrú.

Auglýsing

læk

Instagram