Viðar Örn fékk 120 milljónir í bónus þegar hann skrifaði undir hjá Malmö

Viðar Örn Kjartansson fékk rúmar átta milljónir sænskra króna eða yfir 120 milljónir íslenskar fyrir að skrifa undir hjá Malmö í dag. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Malmö greiddi þrjár milljónir sænskar, um 46 milljónir íslenskar, fyrir Viðar sem spilaði með Jiangsu Suning í Kína. Jiangsu keypti Viðar frá norska félaginu Vålerenga á 30 milljónir sænskar eða 460 milljónir íslenskra króna fyrir ári.

Sjá einnig: Fimm launahæstu íslensku fótboltamennirnir þéna samtals milljarð á ári

Viðar var einn af tekjuhæstu íslensku íþróttamönnunum í fyrra. Í úttekt Viðskiptablaðsins um áramótin kom fram að hann var með um 130 milljónir íslenskra króna í árslaun í Kína.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net kemur fram í sænskum fjölmiðlum að Viðar sé einn launahæsti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni.

Auglýsing

læk

Instagram