Vill láta skera af sér typpið og gefa Reðasafninu, fann lækni til að framkvæma aðgerðina

Bandaríkjamaðurinn Tom Mitchell hyggst gefa Reðasafninu á Laugavegi getnaðarlim sinn á meðan hann er á lífi. Mitchell segist vera búinn að finna lækni á Ítalíu sem er tilbúinn að framkvæma aðgerðina.

Tom Mitchell kemur fram í heimildarmyndinni The Final Member frá árinu 2012 þar sem fylgst er með honum og Páli Arasyni og sem keppast við að eiga fyrsta liminn sem hafður er til sýnis á safninu. Limur Páls hefur verið til sýnis á safninu frá því hann lést árið 2011.

Þórður Ólafur Þórðarson, aðstoðarsafnstjóri Reðasafnsins, segir í samtali við Nútímann að Mitchell hafi verið í sambandi við Reðasafnið í nokkuð langan tíma og lýst yfir áhuga á að gefa safninu lim sinn meðan hann er á lífi. „Ég veit ekki hvort Tom Michell sé hans raunverulega nafn en hann hefur verið í sambandi við okkur nokkrum sinnum,“ segir hann.

Hann er búinn að finna ítalskan lækni sem er tilbúinn að framkvæma aðgerðina. Við myndum glöð taka við lim hans.

Þórður segir Mitchell kalla lim sinn Elmo og eftir því sem Nútíminn kemst næst þá hefur hann látið húðflúra liminn rauðan, hvítan og bláan.

Mitchell segir ástæðuna fyrir því að hann vilji gefa lim sinn vera sú að honum þætti það svo fyndið að geta heimsótt sinn eigin lim á reðasafn á Íslandi,“ segir Þórður.

Þórður segir tugi manna vera á gjafalista hjá safninu og ætla ánafnað safninu limi sína. Hann segir að Mitchell sé í sérflokki þegar kemur að þessu þar sem hann er sá eini sem vill gefa lim sinn á meðan hann er ennþá á lífi.

Á safninu má finna tæplega 300 mismundandi tegundir lima. Þórður segir safnið lengi hafa viljað komast yfir ljónsreður og hafi einu sinni verið nálægt því.

„Það var einstaklingur sem hafði samband og vildi gefa okkur reður ljóns sem átti að fella í þjóðgarði í Afríku. Við vorum mjög spennt fyrir þessum fréttum,“ segir Þórður.

„Ástæðan fyrir því að við fengum hann ekki var sú að starfsmenn þjóðgarðsins átu hann. Það á víst að auka frjósemi fólks þarna úti.“

Auglýsing

læk

Instagram