Brokkolí pastasalat með rauðlauk og salthnetum

Hráefni:

 • 250 gr penne pasta
 • 1 stk brokkolíhöfuð
 • 1 stk rauðlaukur
 • 1 stk epli
 • 50 gr salthnetur
 • Dressing

 • 180 gr sýrður rjómi
 • 75 gr majónes
 • 3 tsk sætt sinnep
 • 1 msk flórsykur
 • 1,5 msk mjólk
 • salt 6 pipar

Aðferð:

1. Skerið brokkolíið í bita og leggið til hliðar.

2. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu. Þegar 2 mínútur eru eftir af eldunartímanum er brokkolíið sett útí pastað og látið sjóða með síðustu mínúturnar. Hellið vatninu af og látið kólna.

3. Skerið rauðlaukinn og eplið smátt.

4. Hrærið hráefnin í dressinguna saman og smakkið til með salti og pipar.

5. Blandið öllu saman og toppið með salthnetum.

Auglýsing

læk

Instagram