Auglýsing

Ofnbakaðar, vel kryddaðar og safaríkar kjúklingabringur

Hér bjóðum við upp á vinsæla uppskrift að hætti Gestgjafans sem á eftir að slá í gegn á öllum heimilum!

Þessi uppskrift er frekar skotheld hvað það varðar að bringurnar verða smá stökkar að utan en mjúkar og safaríkar að innan. Hér er galdurinn að elda þær hratt á háum hita. Stillið ofninn á 210 gráður og bringurnar ættu að vera klárar eftir 18 mínútur. Þegar bringurnar eru farnar að fá gyllta karamellu áferð eru þær orðnar fullkomlega eldaðar.

Hráefni:

  • 4 meðalstórar kjúklingabringur
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk oregano, timjan, eða annað krydd að eigin vali
  • 1/4 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 1/2 msk púðursykur
  • 2 msk olívuolía

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 210 gráður. Berjið létt á kjúklingabringurnar með kjöthamri eða með hnefanum. Þetta gerir þær ennþá mýkri.

2. Blandið kryddunum og púðursykrinum saman í skál. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið kjúklingabringunum á plötuna. Penslið eða nuddið olíunni á kjúklinginn og kryddið. Snúið honum við og gerið það sama á hinni hliðinni.

3. Bakið kjúklinginn í 18 mínútur eða þar til hann verður gylltur( ef þú ert með kjötmæli þá á innri hitinn að vera 75 gráður ) Púðursykurinn gerir kjúklinginn gylltan og smá karamellu-kenndan en ekki of sætann. Berið kjúklinginn fram með ykkar uppáhalds meðlæti

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing