Klassískt nauta-stroganoff

Auglýsing

Hráefni:

 • 500 gr sirloin nautakjöt skorið í strimla
 • 2 msk ólívuolía
 • 2 msk smjör
 • 1/2 laukur skorinn smátt
 • 250 gr sveppir skornir í sneiðar
 • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
 • 1 msk hveiti
 • 2 dl nautasoð
 • 2 dl rjómi
 • 1/2 dl sýrður rjómi
 • 1 msk Worcestershire sósa
 • 1/2 tsk dijon sinnep
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið 2 msk olíu á pönnu og steikið nauta strimlana í c.a. 1 mín á hvorri hlið. Gott er að steikja fyrst annan helminginn af kjötinu og svo hinn, þá ná þeir að brúnast betur í stað þess að soðna á pönnunni. Færið kjötið næst yfir á fat eða disk og leggið til hliðar.

2. Setjið næst 2 msk smjör á pönnuna og steikið lauk og sveppi í um 6-8 mín eða þar til vökvinn hefur gufað upp og þetta er farið að brúnast aðeins. Bætið þá hvítlauknum á og steikið áfram í 1 mín. Þá er hveitið hrært saman við og þá næst fer nautasoðið saman við í skömmtum og hrært stanlaust í þessu á meðan.

Auglýsing

3. Hellið rjómanum næst saman við og leyfið þessu að malla í 2 mín eða þar til þetta fer að þykkna. Hrærið sýrða rjómanum út í.

4. Næst fer Worcestershire sósa, dijon sinnep saman við ásamt salti og pipar. Leyfið þessu að malla áfram í nokkrar mínútur, þá fer steikta kjötið út í sósuna. Látið þetta malla áfram stutta stund eða þar til kjötið hefur hitnað í gegn.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram