Rjómaostafylltar beikonvafðar döðlur með rósmarín-hunangi

Auglýsing

Hráefni:

  • 170 gr rjómaostur
  • 24 döðlur
  • 12 sneiðar beikon, skornar í tvennt
  • 1/2 dl fljótandi hunang
  • 1 msk saxað ferskt rósmarín
  • 1/2 tsk cayenne pipar
  • sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Skerið vasa í döðlurnar, langsum, passið að skera ekki alveg í gegn. Takið steininn úr og fyllið vasann af rjómaosti. Kreistið döðluna örlítið svo vasinn lokist sem mest og vefjið næst beikonsneið utan um hana. Gott er að stinga tannstöngli í gegn. Raðið þeim á ofnplötuna.

Auglýsing

3. Takið litla skál og hrærið saman hunangi, rósmarín, cayenne, salt og pipar. Penslið næst blöndunni létt yfir döðlurnar. Bakið þetta í 20-25 mín eða þar til beikonið er orðið vel stökkt. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram