Auglýsing

Súkkulaðikaka með dásamlegu súkkulaðikremi

Hráefni:

 • 4 dl hveiti
 • 4 dl sykur
 • 1 1/2 dl kakó
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • tsk salt
 • 2 dl rjómi
 • 1 dl matarolía
 • 2 stór egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 dl heitt kaffi

Kremið:

 • 170 gr dökkt súkkulaði, saxað niður
 • 2 dl smjör við stofuhita
 • 7 dl flórsykur
 • salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 dl sýrður rjómi

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið 2x 20 cm hringlaga form og setjið bökunarpappír í botninn á þeim. Hrærið öll þurrefnin saman í stóra skál. Takið aðra skál og hrærið saman rjóma, matarolíu, egg og vanilludropa.

2. Hrærið þurrefnin hægt og rólega, í skömmtum, saman við eggjablönduna. Þegar allt er komið saman þá fer heita kaffið saman við og þetta er hrært vel saman þar til deigið er kekkjalaust. Ath deigið verður frekar þunnt, og þannig á það að vera.

3. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í 35 mín eða þar til  kökurnar hafa lyft sér og eru bakaðar í gegn. Leyfið þeim að kólna alveg áður en kremið er sett á þær.

4. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Leggið það næst til hliðar og látið það kólna örlítið. Þeytið næst smjörið í hrærivél í nokkrar mínútur. Bætið þá flórsykri, salti og vanilludropum saman við og þeytið þetta saman á lægstu stillingu.

5. Hrærið sýrða rjómann saman við brædda súkkulaðið og hellið þessu saman við smjörblönduna í hrærivélinni og blandið öllu vel saman. Ef kremið er of laust í sér má setja það í kæli í 10 mín áður en það er sett á kökuna, en þá verður það stífara og meðfærilegra.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing