5 snilldar DRYKKJULEIKIR sem eru ómissandi í partýið þitt!

Það er ótrúlega gaman að fara í partý en bestu partýin eru klárlega þau sem eru með drykkjuleiki.

Hér eru 5 sjúklega skemmtilegir drykkjuleikir sem eru svo einfaldir að amma þín gæti verið með!

#1. Hver er líklegastur?

Allir sitja í hring og skiptast á að spyrja. Spurningin á að byrja á „Hver er líklegastur til að…“ svo velur hver og einn hvernig sú spurning endar. Gæti t.d. verið „Hver er líklegastur til að gubba í kvöld“. Sá sem spyr telur svo uppí þrjá og á þremur benda allir á þann sem þeim finnst líklegastur til að gera það sem spurt er að. Hver og einn tekur svo sopa fyrir hvern aðila sem benti á sig.

#2. Ekki hlæja!

Allir skrifa einhverja fáránlega óviðeigandi eða fyndna setningu á lítinn miða og setja í skál. Hver og einn á svo að veiða einn miða upp úr skálinni og lesa upphátt meðan hann heldur andliti. Sá sem flissar eða hlær þarf að drekka!

#3. Ég er að fara á barinn!

Einn byrjar á því að segja „Ég er að fara á barinn og ég ætla að kaupa…“ svo nefnir hann einn áfengan drykk t.d. bjór. Næsta manneskja á eftir honum endurtekur það sem hann sagði og bætir við sínum drykk t.d sambuca skot-  þannig að setningin er orðin „Ég ætla að fara á barinn og kaupa einn bjó og sambuca skot.“ Svona heldur þetta áfram og alltaf bætist við nýr drykkur þar til einhver feilar. Þá þarf hann að taka skot og leikurinn byrjar uppá nýtt.

#4. Sannleikur eða lygi

Tveir einstaklingar byrja. Þeir sitja á móti hvor öðrum og annar segir þrjár staðreyndir um sjálfan sig – tvær sem eru sannar og eina sem er lygi. Hinn einstaklingurinn reynir að giska á lygina – Ef hann giskar vitlaust tekur hann skot en ef hann nær því rétt tekur hinn skot. Sá sem giskaði á nú að segja þrjár staðreyndir en einhver nýr á að giska – og þannig koll af kolli.

#5. Bannorð

Þetta er leikur sem er í gangi allt kvöldið. Í byrjun kvölds fá allir þrjár gúmmíteygjur sem þeir setja á höndina á sér og svo eru þrjú bannorð eru valin. Bannorðin eru orð sem ekki má nota í samræðum og geta verið hvað sem er eins lengi og þetta eru orð sem fólk notar reglulega. Í hvert skipti sem einhver heyrir einhvern annan segja bannorðið þarf hann að „bösta“ sökudólginn. Það er gert með því að kalla „böstaður“. Í refsingarskyni þarf sökudólgurinn að taka skot og gefa þeim sem böstaði sig eina teygju. Sá sem er með flestar teygjur í lok kvölds (eða fyrir settan tíma) vinnur en hver verðlaunin eru er val gestgjafa, gæti t.d. verið einn drykkur eða lítill pakki.

Góða skemmtun gott fólk!

Auglýsing

læk

Instagram