Hér eru ÁSTÆÐUR þess að „Keeping Up with the Kardashians“ þættirnir hætta – myndir!

„Keeping Up with the Kardashians“ fór í loftið haustið 2007 og sló strax í gegn. Alls hafa um 20 þáttaraðir verið gefnar út á um 14 árum en nú hættir framleiðsla þáttanna.

Margir aðdáendur eru með tárin í augunum eftir þessar hræðilegu fréttir og spyrja hvers vegna svona vinsæll þáttur hættir bara allt í einu.

Samkvæmt stjörnum þáttarins Kardashian-Jenner fjölskyldunni eru ýmsar ástæður fyrir því að þau tóku sameiginlega ákvörðun um að hætta. Kim Kardashian sem var stærsta stjarnan í upphafi segist vera orðin þreytt auk þess sem geðræn vandamál eiginmanns hennar (Kanye West) ganga fyrir upptöku á þáttunum. Systur hennar taka í sama streng og vilja meiri tíma með fjölskyldunni án þess að myndavélar séu stöðugt að taka allt upp.

Framleiðendur segja ástæðurnar til dæmis að Covid hefur sett strik í reikninginn og þó áhorf sé ennþá mikið þá fer minnkandi. Þættirnir eru orðnir það margir að hægt er að rúlla þeim frá byrjun til enda (syndication) fyrir nýja aðdáendur sem geta horft á fyrsta þáttinn og haft nóg efni í framhaldinu. Einnig eru hörðustu aðdáendur nú þegar farnir að rúlla öllum þáttaröðunum frá 1-20 sem er góð skemmtun.

Helsta ástæðan er þó sú að flestir í Kardashian-Jenner fjölskyldunni eru alltof frægir fyrir slíkan þátt í dag. Það er ekki hægt að taka upp neitt án þess að allt fyllist af ljósmyndurum og aðdáendum þáttanna. Flest hafa þau gert það svo gott á öðrum sviðum að það er enginn tími í raunveruleikaþátt lengur.

Kendall Jenner er til að mynda ein hæstlaunaðasta fyrirsæta heims og Kylie Jenner rekur milljarða viðskiptaveldi tengt snyrtivörum og klæðnaði. Sömu sögu má segja af flestum systkynunum nema hugsanlega Rob Kardashian sem gæti notað slíkan þátt til að fá tekjur og koma sér á framfæri í öðrum verkefnum.

 

Þetta eru því stórar fréttir fyrir sjónvarpsaðdáendur enda ekki oft sem svo vinsæll þáttur fær niðurskurðaröxina.

Auglýsing

læk

Instagram