NETFLIX hættir við tvær vinsælar þáttaraðir vegna Covid og skilur áhorfendur eftir í óvissu!

Covid hefur haft slæm áhrif á sjónvarps- og kvikmyndaframleiðendur um allan heim. Netflix hefur gert tilraun til að taka upp efni fyrir veituna en fjarlægðartakmarkanir gera þeim erfitt fyrir.

Höfundar ,,Stranger Things“ and „The End Of The F***ing World“ framleiddu þáttaröðina „I Am Not Okay With This“ og naut hún töluverðra vinsælda.

Það versta er að fyrsta sería skildi áhorfendur eftir með fjölda spurninga sem nú er komið í ljós að verður aldrei svarað – sem mörgum þykir lélegt útspil hjá Netflix.

Einnig hefur verið hætt við framhald á þáttunum „The Society“ sem mörgum þóttu skemmtilegir og langaði til að sjá meira.

Því miður er Covid búið að setja allt á hliðina en Netflix reynir nú sitt besta til að halda öðrum vinsælum seríum í loftinu.

 

Auglýsing

læk

Instagram