Ofurhuginn David Blaine mun framkvæma sitt hættulegasta áhættuatriði til þessa! – Myndband

Auglýsing

David Blaine mætti í frábært viðtal hjá Joe Rogan og sagði meðal annars frá nýjustu áskorun sinni. Þetta er svo hættulegt að það tók mörg ár að skipuleggja, æfa og fá leyfi til að framkvæma atriðið.

Þann 31. ágúst 2020 verður sýnt frá því í beinni útsendingu á Youtube þegar David Blaine mun halda með annarri hendi í kaðal sem er tengdur við gasblöðrur. Ætlun hans er að fljóta upp í himininn þar til hann hverfur úr augsýn. Reiknað er með að hann nái allt að 25 þúsund feta hæð áður en hann setur á sig fallhlíf og svífur til jarðar.

Fjölskylda og vinir Blaine telja að Blaine sé að taka of mikla áhættu með líf sitt. Hann verður án fallhlífar á meðan hann flýtur upp en hún verður geymd hjá blöðrunum. Blaine mun svo nálgast fallhlífina og setja hana á sig.

Sérfræðingar segja að súrefnisskortur og kuldi ættu samkvæmt öllu að gera Blaine meðvitundalausan áður en hann nær 25000 feta hæð. Blaine segir að ef hann missi meðvitund þá reikni hann með að vakna aftur í 10 þúsund fetum og hefur þá 40 sekúndur til að opna fallhlífina.

Auglýsing

Óhætt er að segja að það verði áhugavert að fylgjast með þessu lífshættulega atriði en það verður sýnt 31. ágúst á Youtube.

Hér að neðan má sjá kynningu á því sem er framundan hjá Blaine:

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram