The Rock varð fullorðinn MJÖG ungur – segist vera einungis 16 ára á þessari mynd!

Dwayne ‘The Rock’ Johnson deildi þessari mynd með aðdáendum sínum nýlega og vakti hún mikil viðbrögð, en leikarinn segist vera 16 ára gamall á myndinni. Hefði líklega sloppið við að sýna skilríki í áfenigsverslunum.

The Rock segir að þegar myndin var tekin hafi hann þegar verið í 4 mismunandi skólum og verið komin í vandræði við lögin.

Hann grínast líka með það að krakkarnir í nýja skólanum hafi haldið að hann væri lögreglumaður í dulargervi sem væri að reyna að koma upp um eiturlyfjahring í skólanum.

Auglýsing

læk

Instagram