Slæmar fréttir fyrir Spider-Man aðdáendur – Hvað þýðir þetta fyrir næstu myndir?

Síðustu tvær Spider-Man myndirnar með Tom Holland hafa verið einstaklega vinsælar og vel gerðar, enda er Spider-Man: Far From Home tekjuhæsta bíómynd sem Sony hefur nokkurn tímann gefið út.

Þess vegna koma nýjustu fréttir frá Sony og Disney öllum á óvart – en Spider-Man verður ekki áfram hluti af Marvel heiminum (e. the Marvel Cinematic Universe (MCU)).

Samkvæmt MCU áætluninni þá áttu að vera tvær Spider-Man myndir í viðbót með Tom Holland í aðalhlutverki, en enginn veit hvað gerist nú þegar að Disney og Sony hafa slitið samstarfi sínu.

Disney stýrir MCU heiminum og Spider-Man var eina ofurhetjan sem þeir áttu ekki réttinn af – og Sony ætlaði að nýta sér það til að fá Disney til að taka alla áhættuna af gerð næstu mynda.

En Disney neitar að láta nauðbeygja sig í svoleiðis samstarf og sleit samningaviðræðunum eftir að lýst því yfir að Sony væri með ósanngjörn vinnubrögð.

Samkvæmt þessu þá mun Kevin Feige, sem stýrir Marvel heiminum, ekki fá að koma nálægt Spider-Man héðan í frá – og allir sannir Spider-Man aðdáendur og aðdáendur Marvel bíómynda vita að það eru ekki góðar fréttir!

Auglýsing

læk

Instagram