Daði Freyr og Tommi rifja upp grunnskólaárin: „Hvaða fokking pappakassi er þetta”

Auglýsing

DJ Margeir og Nova standa fyrir Karnivali í Öskjuhlíð í dag. Tommi Steindórs, útsendari Nútímans leit við í Öskjuhlíðinni í gær og ræddi málin við tónlistarmanninn Daða Frey sem er einn af þeim sem kemur fram á Karnivalinu.

Karnivalið hefst klukkan 18 í dag og frítt er inn á svæðið. Ásamt Daða koma fram Úlfur Úlfur, Daníel Ágúst, Bríet, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og fleiri ásamt plötusnúðunum DJ Margeir og DJ Yamaho. Þá verður hægt að stunda jóga undir berum himni og syngja við varðeldinn, sem verður ansi óhefðbundinn.

Daði Freyr er nýkominn aftur til Íslands en hann bjó í Kambódíu síðasta vetur. Hann verður hér í 2 mánuði áður en hann flytur til Berlín þar sem hann ætlar að halda áfram að semja tónlist.

Sjá einnig:Daði Freyr og Árný ferðuðust í 36 klukkutíma á leið til Íslands: „Þetta er hætt að vera fyndið”

Auglýsing

Í myndbandinu hér að ofan ræða Daði og Tommi meðal annars um það þegar þeir hittust fyrst, Eurovision og að sjálfsögðu veðrið.

Daði sem sló í gegn með laginu Hvað með það? í undankeppni Eurovision árið 2017 segir að hann muni sennilega ekki taka þátt í Eurovision aftur en vill þó ekki útiloka það alveg. „Kannski, sennilega ekki, en mögulega. Bara sama lag og sama atriði og svona.”

Sjá einnig:Daði Freyr íhugaði að taka þátt í undankeppni Eurovision á næsta ári en er hættur við

Auglýsing

læk

Instagram