Dóri stendur vaktina á þrettándu Megavikunni sinni: „Ég er bara mannlegur“

Megavika á Dominos er fyrirbæri. Hún er búin að vera til í mörg ár og hvort sem þú ert fátækur námsmaður eða bronsaður bankamaður þá fagnarðu því að geta borðað pitsu á hverjum degi í heila viku. Ef þú kærir þig um það.

Nútíminn hitti Halldór Árnason, verslunarstjóri Dominos á Dalbraut, en hann stendur nú vaktina á Megaviku í þrettánda skipti. Hann kenndi Kristínu Pétursdóttur, útsendara Nútímans, að baka pitsu og sagði henni frá vinnunni sem getur oft verið erfið.

Næsta myndband ▶️ Svifbrettið er bannað í New York og við leyfðum fólki að prófa það í Kringlunni

„Þessi vinna er ekki fyrir alla. Ég vil meina að vinna á Dominos og sérstaklega í Megaviku sé ágætis mælikvarði á hvernig þú höndlar pressu,“ segir Dóri.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram