Fundur stjórnmálaflokkanna um #metoo í beinni útsendingu

Stjórnmálaflokkar á Íslandi standa fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík í tilefni af #metoo-byltingunni. Fundurinn hófst klukkan 8.30 og þú getur horft á beina útsendingu hér fyrir neðan.

Markmið fundarins er að ræða næstu skref #metoo innan stjórnmálanna og leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig geta félagasamtök eins og stjórnmálaflokkar beitt sér fyrir því að minnka líkur á því að hvers kyns áreiti sé liðið?
  • Í hvaða farveg er eðlilegt að mál sem tengjast áreiti fari innan stjórnmálaflokka?

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Metoo í skugga valdsins
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins

Hvar liggja mörkin?
Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur

Óskrifaðar reglur í samskiptum
Salvör Nordal, umboðsmaður barna

Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábygð
Gestur Pálmason, markþjálfi

Metoo – hvað svo
Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu

Pallborð og umræður
Fundastjóri, Kolbrún Halldórsdóttur fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar lokar fundinum

Auglýsing

læk

Instagram